Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - breyting á göngu- og reiðleið

Málsnúmer 2016010068

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Erindi dagsett 7. janúar 2016 frá skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðar er varðar göngu- og reiðleið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Erindi dagsett 8. mars 2016, frá Ómari Ívarssyni skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar, þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025. Breytingin felst í því að legu göngu- og reiðleiðar sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar.
Skipulagsnefnd bendir á misræmi milli skipulagsuppdráttar og skýringaruppdráttar þar sem á skipulagsuppdrættinum er reiðleiðin nær akvegi, öfugt við það sem er á skýringaruppdrættinum. Réttara er að hafa reiðleiðina fjær því ef hestur fælist við bíla þá er betra að hann hlaupi upp í fjall án þess að eiga á hættu að rjúka á gangandi eða hjólandi.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 8. mars 2016 frá Ómari Ívarssyni, skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar, þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025. Breytingin felst í því að legu göngu- og reiðleiða sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar. Lagt fram svar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar við umsögn Akureyrarbæjar, dagsett 22. ágúst 2016.
Lagt fram til kynningar.