Undirhlíð 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120128

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 569. fundur - 07.01.2016

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 573. fundur - 11.02.2016

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 3. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bent er á kvaðir varðandi jarðvegsframkvæmdir og grundun sbr. ákæði 5.2 í deiliskipulagi. Áður en byggingarleyfi verður gefið út skal umsækjandi leggja fram samning við viðurkenndan sérfræðing um eftirlit með atriðum sem fram koma í ofangreindu ákvæði og áætlun um framkvæmd jarðvegsskipta.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 585. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 9. maí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á rýmisnúmerum á áður samþykktum teikningum af kjallara í Undirhlíð 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson ásamt nýrri skráningartöflu.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 594. fundur - 21.07.2016

Erindi dagsett 7. júlí 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á útliti og innréttingu 5. hæðar frá áður samþykktum teikningum fyrir Undirhlíð 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 602. fundur - 21.09.2016

Erindi dagsett 7. júlí 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á útliti og innréttingu 5. hæðar frá áður samþykktum teikningum fyrir Undirhlíð 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 13. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 644. fundur - 31.08.2017

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi fyrir breytingum vegna brunahönnunar húss nr. 1 við Undirhlíð. Meðfylgjandir eru teikningar eftir Loga Má Einarsson ásamt uppfærðri brunahönnunarskýrslu Eflu.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 645. fundur - 07.09.2017

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á brunahönnun bílgeymslukjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 1 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson og uppfærð brunahönnun.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.