Flotbryggja við Hofsbót, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2015120117

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 567. fundur - 11.12.2015

Pétur Ólafsson hafnarstjóri f.h. Hafnasamlags Norðurlands bs., kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við nýja flotbryggju í Hofsbót ásamt því að taka upp núverandi grjótgarð í Hofsbót. Verktími yrði á tímabilinu mars til júní 2016. Sjá afstöðumynd þar sem ný flotbryggja er merkt A og grjótgarður merktur B.
Skipulagsstjóri vísar erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Pétur Ólafsson hafnarstjóri fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands bs., kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við nýja flotbryggju í Hofsbót ásamt því að taka upp núverandi grjótgarð í Hofsbót. Verktími yrði á tímabilinu mars til júní 2016. Sjá afstöðumynd þar sem ný flotbryggja er merkt A og grjótgarður merktur B.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi afstöðumynd vegna framkvæmda við flotbryggju og grjótgarð við Hofsbót, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.