Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna landfyllingar við Hofsbót

Málsnúmer 2015120048

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Á fundi sem starfsmenn skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar áttu með hafnarstjóra í nóvember 2015 kom fram hugmynd um að stækka landfyllingu sunnan Strandgötu 14 til austurs vegna aukinna umsvifa í hafnsækinni ferðaþjónustu. Svæðið er inni á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn sem samþykkt var 2014.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsstjóra að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umræður á fundinum.
Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Skipulagsstjóri lagði fram tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í samræmi við bókun nefndarinnar frá 9. desember 2015. Um er að ræða stækkun á landfyllingu sunnan við Átak, Strandgötu 14. Tillögurnar eru unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. dagsettar 13. janúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillögu A.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 15. janúar 2016 og lauk henni með undirskriftum allra sem hana fengu þann 26. janúar 2016.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3387. fundur - 16.02.2016

4. liður i fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 15. janúar 2016 og lauk henni með undirskriftum allra sem hana fengu þann 26. janúar 2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.