Drottningarbraut - framkvæmdir

Málsnúmer 2015110156

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3484. fundur - 26.11.2015

Farið yfir stöðu framkvæmda við Drottningarbraut.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs fóru yfir stöðu framkvæmda á Drottningarbrautarstíg og annarra framkvæmda á vegum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð þakkar þeim Höllu Björk og Helga Má fyrir yfirferðina og beinir því til framkvæmdaráðs að skoða tímabundna þrengingu á Glerárgötu og Þingvallastræti sem tilraunaverkefni.

Framkvæmdaráð - 333. fundur - 09.08.2016

Bæjarráð hefur óskað eftir því við framkvæmdaráð að skoða tímabundna þrengingu á Glerárgötu og Þingvallastræti sem tilraunarverkefni, sbr. bókun 7. júlí s.l.
Lögð var fram til kynningar tillaga frá framkvæmdadeild um útfærslu. Tillaga að útfærslu Drottningarbrautar hefur verið send Vegagerð til umsagnar.

Ákveðið að kostnaðarmeta tillögurnar.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi frá framkvæmdadeild þar sem óskað er umsagnar á tillögum að þrengingu Glerárgötu og Þingvallastrætis. Víkingur Guðmundsson hjá framkvæmdadeild kynnti tillögurnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar og að þrengingarnar verði gerðar samtímis til reynslu í eitt ár en minnir á að hafa þurfi í huga fyrirætlanir vegagerðarinnar um umferðarljós á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu.

Sigurjón Jóhannesson D-lista óskar bókað:

Í breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. maí 2014, er gert ráð fyrir þrengingu og tilfærslu á núverandi legu Glerárgötu í gegnum miðbæinn. Í aðdraganda kosninga til bæjarstjórnar vorið 2014 lýsti framboð D-lista andstöðu við þessar hugmyndir eins og þær lágu fyrir. Sú afstaða hefur ekki breyst. Ef meirihluti bæjarstjórnar hefur enn áhuga á að ráðast í þessar breytingar þá er skynsamlegra að þrengja götuna tímabundið til reynslu, eins og hér er lagt til, áður en farið yrði í varanlegar breytingar og kostnaðarsama tilfærslu á götustæði, að hluta á milli Strandgötu og Kaupvangsstrætis. Þannig verði nýrra raungagna um umferðaþunga og umferðaöryggi aflað.