Síðuhverfi - gangbrautir

Málsnúmer 2015110126

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir að fjölgað verði gangbrautum í hverfinu til að auka öryggi skólabarna og auðvelda aðgengi að Síðuskóla. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir núverandi gangbrautir og tillögur um sex nýjar gangbrautir.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdadeild að meta erindið með hliðsjón af skýrslu Eflu verkfræðistofu "Umferðaröryggi við skóla" sem er í vinnslu.