Snjómokstur - kynningarfundur 2015

Málsnúmer 2015110122

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 319. fundur - 20.11.2015

Farið yfir hvernig staðið verði að kynningarfundi um snjómokstur og hálkuvarnir.
Framkvæmdaráð ákveður að haldinn verði upplýsinga- og kynningarfundur fyrir íbúa miðvikudaginn 9. desember kl. 17:00.

Framkvæmdaráð - 320. fundur - 04.12.2015

Rætt um kynningarfund vegna snjómoksturs sem haldinn verður 10. desember nk.

Framkvæmdaráð - 322. fundur - 22.01.2016

Rætt um framhald verklags vegna snjómoksturs.

Framkvæmdaráð - 323. fundur - 29.01.2016

Rætt um framhald verklags vegna snjómoksturs.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti framkvæmdaráðs óskar eftir því að bæjartæknifræðingur leggi fyrir framkvæmdaráð sundurliðaðan kostnað vegna snjómoksturs um leið og upplýsingar liggja fyrir í hverjum mánuði. Í þessari sundurliðun skal koma fram kostnaður vegna tækja bæjarins sem og aðkeyptrar vinnu.

Framkvæmdaráð - 325. fundur - 19.02.2016

Gerð grein fyrir nýjum tillögum um forgang snjómoksturs á gönguleiðum og við akbrautir í nágrenni skóla bæjarins.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 10:47.