Leikskólinn Pálmholt - erindi frá foreldraráði október 2015

Málsnúmer 2015110055

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 21. fundur - 09.11.2015

Erindi frá foreldraráði dagsett 19. október 2015 varðandi snjóbræðslu við skólann og úrbætur á skólalóð.
Snjóbræðslukerfi við leikskólann er á fjárhagsáætlun 2016. Skólanefnd tekur undir mikilvægi úttektar á skólalóðum og að brugðist sé við nauðsynlegri viðhaldsþörf. Erindið kynnt.

Skólanefnd - 19. fundur - 12.12.2016

Erindi dagsett 1. desember 2016 frá foreldraráði Pálmholts varðandi ástand leiktækja og aðbúnað á skólalóð Pálmholts. Í erindu vísar foreldraráðið til tölvupósts sem sendur var skóladeild 19. október 2015. Foreldraráðið ítrekar beiðni sína um að skóladeild taki þessi mál til skoðunar eins fljótt og kostur er, þar sem lítið hefur miðað í þessum málum og þörf úrbóta nú enn brýnni en áður var.
Erindinu er vísað til Fasteigna Akureyrarbæjar. Skólanefnd leggur áherslu á að farið sé í nauðsynlegar úrbætur og felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir.