Kynjasamþætting - innleiðing 2015

Málsnúmer 2015110039

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 198. fundur - 05.11.2015

Akureyrarbær hefur ákveðið að innleiða kynjasamþættingu og þar með talda kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Greint frá fræðslu um þau vinnubrögð og rætt um hugmyndir að verkefnum sem hentað geta til að hefja þá vinnu á vettvangi stjórnarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gera eftirfarandi verkefni að upphafsskrefum í kynjasamþættingu og felur framkvæmdastjóra að ýta þeim úr vör.

1. Listaverkakaup bæjarins verði kortlögð aftur í tímann með tilliti til kynja og mótuð innkaupastefa með hliðsjón af niðurstöðunum.
2. Mótaðar verði verklagsreglur sem tryggja jafnt aðgengi, ásókn og skrásetningu á styrkjum úr menningarsjóði með tilliti til kynjasjónarmiða.