Grímsey - netsamband

Málsnúmer 2015110019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Lagt fram erindi dagsett 30. maí 2016 frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur verkefnastjóra brothættra byggða Hrísey og Grímsey. Í erindinu er óskað eftir tveggja milljóna króna framlagi Akureyrarbæjar til að kaupa búnað sem mun bæta netsamband í Grímsey.
Bæjarráð samþykkir að veita tvær milljónir króna til kaupa á búnaði til að bæta netsamband við Grímsey og er bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.