Stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2015100006

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Lögð fram til kynningar stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu sem unnin var af samráðshópi á vegum félags og húsnæðismálaráðherra. Stefnan er birt á heimasíðu ráðuneytisins og óskað eftir að umsagnir berist ráðuneytinu fyrir 15. október nk.
Velferðarráðuneytið hefur nú lagt fram stefnuskjal á sviði velferðartækni í félagsþjónustu.
Stefnuskjalið er afrakstur nefndarvinnu og aðkomu fjölmargra aðila og ætti að verða vegvísir og fyrirmynd að frekari úrfærslum hjá ríki, sveitarfélögum og einkaaðilum.
Flestum er ljóst að mikil tækifæri eru til að efla almennt og notendamiðaða velferðarþjónustu með aukinni tækni, nýjum aðferðum og úrræðum, sérstaklega á vettvangi nærþjónustu sveitarfélaga.
Stefnuskjal félags- og húsnæðismálaráðherra gefur tóninn fyrir spennandi tíma í endurmati velferðarþjónustunnar og þróun nýrrar og tæknilegrar velferðarþjónustu. Kjarnaþættir í þeirri framtíð eru samvinna, markviss undirbúningur sem byggir á þekkingu og lausnaleit, samhliða miðlun reynslu og mati á árangri.
Velferðarráð vonar og treystir því að metnaðarfulltri stefnu fylgi aðgengi að fjármagni til þróunar og tilraunastarfs. Jafnframt er nauðsynlegt að endurmeta ýmis ákvæði núgildandi laga á sviði félagsþjónustu t.d. vegna fjarvöktunar og notkunar nútímatækni til að efla sjálfsbjargir og sjálfstæði fólks.
Velferðarráð Akureyrar lýsir áhuga sínum til að vinna í takti við stefnuskjalið og taka þátt í að þróa nýjar aðferðir og faglegt starf innan velferðarþjónustunnar.

Velferðarráð - 1222. fundur - 20.01.2016

Lögð fram til kynningar umsókn um styrk til að efla nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu, frá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar, búsetudeild Akureyrarbæjar og velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Umsóknin var unnin í samstarfi aðila og send velferðarráðuneytinu 30. desember 2015.

Meðal verkefna sem tilgreind eru í umsókninni er að sveitarfélögin hefji markvisst samstarf um innleiðingu og notkun á rafrænu heimaþjónustukerfi, en Reykjavíkurborg hefur markað sér stefnu um þetta. Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar, lýsti áformum um samstarfið og þróunina sem þarf að eiga sér stað til að taka upp virkt heimaþjónustukerfi.
Velferðarráð þakkar kynninguna og samþykkir að heimila framkvæmdastjóra búsetudeildar að gera samstarfssamning (viljayfirlýsingu) við Currum ehf um þróun rafræns heimaþjónustukerfis. Framlag deildarinnar felst í þekkingarmiðlun á framkvæmd heimaþjónustunnar. Markmið kerfisins er að gera heimaþjónustu skilvirkari í framkvæmd og eftirlit þjónustunnar einfaldara, samhliða því sem aðgengi notenda að upplýsingum um framkvæmd verður meira.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Samstarfssamningur um styrkveitingu til samstarfsverkefna Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, búsetudeildar Akureyrarbæjar og velferðarsviðs Reykjavíkur, á sviði velferðartækni var kynntur.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1225. fundur - 02.03.2016

Lagður fram samningur velferðarráðuneytis og Akureyrarbæjar fyrir hönd velferðarsviðs Reykjavíkur, búsetudeildar Akureyrarbæjar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar sem voru sameiginlega umsækjendur um verkefnastyrkinn.

Styrkupphæð er kr. 3 milljónir og verður ráðstafað í samstarfi aðila, til hluta af þeim verkefnum sem áformuð voru.
Staða verkefnisins kynnt, framvinduskýrsla er væntanleg síðar á þessu ári.