Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Málsnúmer 2015090284

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 19. fundur - 05.10.2015

Þann 27. september 2015 sendi stjórn Heimilis og skóla frá sér ályktun um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjarkurli.
Fræðslustjóra falið að leita frekari upplýsinga um stöðu valla á Akureyri og fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd - 20. fundur - 19.10.2015

Mál tekið fyrir á fundi skólanefndar þann 5. október 2015 undir 5. lið varðandi gúmmíkurl á gervigrasvöllum við skóla.
Allir sparkvellir bæjarins eru með gúmmí sem er svart dekkjarkurl sem var sett í/á vellina þegar þeir voru byggðir.
Það gúmmí sem hefur verið notað hefur uppfyllt þá staðla sem krafist er.
Skólanefnd leggur áherslu á að gúmmímál verði skoðuð sérstaklega næst þegar skipt verður um gervigras eða gúmmí á knattspyrnuvöllum sveitarfélagins. Nefndin kemur til með að fylgjast áfram með umræðum og rannsóknum er tengjast þessu málefni.