Mál tekið fyrir á fundi skólanefndar þann 5. október 2015 undir 5. lið varðandi gúmmíkurl á gervigrasvöllum við skóla.
Allir sparkvellir bæjarins eru með gúmmí sem er svart dekkjarkurl sem var sett í/á vellina þegar þeir voru byggðir. Það gúmmí sem hefur verið notað hefur uppfyllt þá staðla sem krafist er. Skólanefnd leggur áherslu á að gúmmímál verði skoðuð sérstaklega næst þegar skipt verður um gervigras eða gúmmí á knattspyrnuvöllum sveitarfélagins. Nefndin kemur til með að fylgjast áfram með umræðum og rannsóknum er tengjast þessu málefni.