Tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál

Málsnúmer 2015090258

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. september 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. október 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0010.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd - 108. fundur - 13.10.2015

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dagsett 24. september 2015 sem bæjarráð vísaði til umhverfisnefndar 1. október 2015. Óskað er umsagnar um tillögu til þingsáætlunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál 2015.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.