Kristjánshagi 2 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2015090254

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 213. fundur - 30.09.2015

Erindi dagsett 25. september 2015 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um eftirtaldar lóðir á reit 1 í Hagahverfi:
Kristjánshaga 2, Davíðshaga 2, Davíðshaga 4, Elísabetarhaga 1, Kjarnagötu 51 og Kjarnagötu 53.
Óskað er eftir þessum lóðum til byggingar á árunum 2016 til 2018. Umsækjandi óskar eftir að kvaðir um bílageymslur verði felldar niður og að gatnagerðargjöld verði innheimt eftir framvindu byggingaframkvæmda.
Að öðrum kosti er sótt um lóðirnar Kristjánshaga 2 og Elísabetarhaga 1.
Á fundinn kom fulltrúi SS Byggis til að skýra sjónarmið þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við beiðni um að fella niður kvaðir um bílageymslur á umræddum lóðum þar sem um er að ræða nýlegt deiliskipulag og krafa um bílageymslur í stærstu fjölbýlishúsunum var sett til að ná ætluðum þéttleika byggðar í Hagahverfi, að ganga ekki á útivistarsvæði við fjölbýlishúsin og minnka þannig umfang bílastæða ofanjarðar.
Einnig hafa aðeins Kristjánshagi 2, Davíðshagi 2 og 4 verið auglýstar lausar til úthlutunar.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina nr. 2 við Kristjánshaga með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Gatnagerðargjald greiðst skv. gjaldskrá.