Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra, 35. mál

Málsnúmer 2015090138

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. september 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0035.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarráðs.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Máli vísað frá bæjarráði. Erindi dagsett 22. september 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál 2015.
Umsögn velferðarráðs Akureyrarkaupstaðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra. 145. löggjafarþing 2015-2016, þingskjal 35, 35. mál.

Velferðarráð Akureyrarkaupstaðar fagnar frumvarpinu og telur að þær breytingar sem koma fram í frumvarpinu tryggi réttindi og stöðu þeirra sem búa í íbúðum sem reistar hafa verið af fasteignafélögum sem eru að stórum hluta í eigu sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
Velferðarráð Akureyrarkaupstaðar styður frumvarpið og gerir ekki athugasemdir við það.