Gjaldskrár fræðslumála 2016

Málsnúmer 2015090108

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 18. fundur - 21.09.2015

Umræður um gjaldskrár í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2016.
Skólanefnd frestar ákvarðanatöku um gjaldskrárbreytingar.

Skólanefnd - 21. fundur - 09.11.2015

Ingibjörg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra fór af fundi undir lið 3, kl. 15:50.
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna vék af fundi kl. 16:00.
Sigurður Freyr Sigurðarson áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 16:03.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2016.
Skólanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrám.
Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu og óskaði eftir að farið verði í að skoða möguleika á að gera þjónustu dagforeldra og leikskóla gjaldfrjálsa að hluta.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista lagði til að farið verði í að kostnaðargreina rekstur Frístundar og að starfsemi Frístundar verði bókuð sér í rekstri skólanna.
Skólanefnd tekur undir tillögu Evu Hrundar.