Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Málsnúmer 2015090096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3472. fundur - 17.09.2015

Lagt fram erindi dagsett 16. september 2015 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. september nk. á netfangið postur@irr.is.

Sjá nánar á heimasíðu ráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29385

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um tekjustofna sveitarfélaga og mikilvægi þess að auka hlut sveitarfélaga í skatttekjum hins opinbera.