Grímsey - kennileiti fyrir heimskautsbauginn

Málsnúmer 2015090024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 2. september 2015 frá Maríu Helenu Tryggvadóttur þar sem hún f.h. Akureyrarstofu sækir um leyfi til að setja upp kennileiti fyrir heimskautabauginn í Grímsey.

Um er að ræða kúlu sem mun verða færð til einu sinni á ári miðað við færslu heimskautsbaugsins. Hönnuðir kúlunnar eru Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer hjá Studeo Granda.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn hverfisráðs Grímseyjar.