Drottningarbraut - framkvæmdaleyfi fyrir útrásarlögn

Málsnúmer 2015090021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 2. september 2015 frá Kristni Magnússyni hjá Eflu f.h. Norðurorku þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu og færslu ofanvatnsútrásar samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Núverandi lögn opnast út í athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva við Drottningarbraut.

Lögnin mun liggja um nýja fyllingu á athafnasvæði siglingaklúbbsins.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við útrásarlögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd" enda liggi samþykkt Siglingaklúbbs Nökkva fyrir.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.