Listasafnið á Akureyri - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2015080117

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 193. fundur - 27.08.2015

Listasafnið á Akureyri hyggst sækja um að verða viðurkennt safn skv. safnalögum. Gera þarf lítilsháttar breytingu á 12. gr. samþykktar safnsins svo þannig megi verða. Þar segir í síðustu málsgrein:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Lagt er til að hún verði svona:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu og í samráði við viðkomandi höfuðsafn, samanber 12. grein safnalaga nr. 141/2011. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3378. fundur - 15.09.2015

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 27. ágúst 2015:
Listasafnið á Akureyri hyggst sækja um að verða viðurkennt safn skv. safnalögum. Gera þarf lítilsháttar breytingu á 12. gr. samþykktar safnsins svo þannig megi verða. Þar segir í síðustu málsgrein:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Lagt er til að hún verði svona:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu og í samráði við viðkomandi höfuðsafn, samanber 12. grein safnalaga nr. 141/2011. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingu með 11 samhljóða atkvæðum.