Innbær - útilistaverk eftir Elísabetu Geirmundsdóttur

Málsnúmer 2015080116

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi móttekið 24. ágúst 2015 frá Elísabetu Ásgrímsdóttur f.h. áhugasamra einstaklinga um eftirgerð af listaverki eftir Elísabetu Geirmundsdóttur, 'listakonuna í Fjörunni'. Hugmynd kom upp fyrr á árinu í tengslum við yfirlitssýningu í Listasafninu á Akureyri um að setja upp eftirgerð af listaverki Elísabetar á Akureyri og óska staðsetning er á grasflötinni við Leirutjörn, framan við Minjasafnið við Aðalstræti. Tilefnið er 100 ára afmæli listakonunnar. Sjá nánar í bréfi og meðfylgjandi myndum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.