Stjórnun og umsjón íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015080073

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 171. fundur - 19.08.2015

Lagðar fram til kynningar og umræðu hugmyndir um breytingu á stjórnun íþróttamiðstöðvar Giljaskóla og íþróttamiðstöðvar Glerárskóla.

Íþróttaráð - 172. fundur - 27.08.2015

Lögð fram tillaga að sameiningu forstöðumannastarfa Íþróttahallarinnar á Akureyri og íþróttamiðstöðvanna í Giljaskóla og Glerárskóla.
Íþróttaráð samþykkir ofangreinda tillögu að breytingu á skipuriti samfélags- og mannréttindadeildar.
Íþróttaráð samþykkir jafnframt að starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvanna í Giljaskóla og Glerárskóla verði lagt niður frá og með 1. september 2015.