Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 2015080062

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1212. fundur - 26.08.2015

Forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2016 voru lagðar fram til kynningar.
Velferðarráð samþykkir að boða til aukafundar mánudaginn 21. september nk. kl. 16:00 vegna fjárhagsáætlunar 2016.

Velferðarráð - 1213. fundur - 02.09.2015

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar velferðarráðs og rætt um áætlaðar nýframkvæmdir 2016-2021.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1214. fundur - 16.09.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram fjárhagsáætlun 2016 til umræðu.
Velferðarráð samþykkir að gjaldskrá 2016 fyrir heimaþjónustu verði kr. 1.200 fyrir almenn heimilistörf og kr. 1.150 fyrir heimsendan mat. Fjárhagsáætlunum er vísað áfram til næsta fundar.

Velferðarráð - 1215. fundur - 21.09.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram fjárhagsáætlanir 2016 til afgreiðslu.
Velferðarráð vísar fjárhagsáætlunum áfram til bæjarráðs.

Velferðarráð - 1217. fundur - 21.10.2015

Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs kynnti drög að eyðublaði fjárhagsáætlun, jafréttismat á hagræðingartillögum dagsett 13. október 2015.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu eitt verkefni sem dæmi um hagræðingarverkefni.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

Velferðarráð - 1218. fundur - 04.11.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram til kynningar skjal sem unnið var að beiðni bæjarráðs vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2016. Í skjalinu koma fram upplýsingar um helstu breytingar í rekstri milli ára, þróun tekna, launa, stöðugild, vörukaupa og þjónustukaupa frá árinu 2013 til og með áætluninni 2016.

Velferðarráð - 1221. fundur - 16.12.2015

3ja ára áætlanir búsetudeildar og fjölskyldudeildar lagðar fram til kynningar. Guðrún Siguðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat undir þessum lið.