AkureyrarAkademían - beiðni um fjárveitingu vegna áranna 2015-2017

Málsnúmer 2015070126

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3467. fundur - 06.08.2015

Erindi dagsett 22. júlí 2015 frá Valgerði S. Bjarnadóttur formanni AkureyrarAkademíunnar þar sem óskað er eftir fjárveitingu frá Akureyrarbæ vegna áranna 2015-2017.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð getur ekki að svo stöddu orðið við erindinu og styrkt AkureyrarAkademíuna umfram þann stuðning sem veittur er í formi niðurgreiddrar húsaleigu.