Hafnarstræti 94 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015070119

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 208. fundur - 12.08.2015

Erindi dagsett 24. júlí 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gersemi Þröstur ehf., kt. 520556-0289, sækir um leyfi til að setja upp skyggni yfir aðalinngang að Götubarnum við Hafnarstræti 94. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins. Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhugaðar eru breytingar á göngugötunni í tengslum við framkvæmd nýs deiliskipulags og því er aðeins hægt að veita tímabundið leyfi fyrir framkvæmdinni.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 552. fundur - 14.08.2015

Erindi dagsett 24. júlí 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gersemi Þröstur ehf., kt. 520556-0289, sækir um leyfi til að setja upp skyggni yfir aðalinngang að Götubarnum við Hafnarstræti 94. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar þann 12. ágúst s.l. samþykkir staðgengill skipulagsstjóra erindið á tímabundnu leyfi þar til fyrirhugaðar breytingar á göngugötunni í tengslum við framkvæmd nýs deiliskipulags hefjast.