Sjúkrahúsið á Akureyri - samráðshópur vegna þjónustu við aldraða á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 2015070070

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1212. fundur - 26.08.2015

Lagt var fram bréf dagsett 2. júlí 2015 frá starfandi framkvæmdastjóra lyflækningasviðs SAk, Ingvari Þóroddssyni, til bæjarstjórans á Akureyri. Í bréfinu er lagt til að stofnaður verði samráðshópur vegna þjónustu við aldraða á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Einnig var lagt fram minnisblað Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA dagsett 13. ágúst 2015 varðandi erindið og um hlutverk þjónustuhóps aldraðra skv. lögum um málefni aldraðra.
Velferðarráð leggur til að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í samráðshópinn, þ.e. framkvæmdastjóra ÖA og framkvæmdastjóra búsetudeildar. Jafnframt verði fundargerðir samráðshópsins lagðar fyrir velferðarráð til kynningar.
Velferðarráð hvetur einnig til þess að þjónustuhópur aldraðra taki til starfa fyrir starfssvæðið, eins og áskilið er í lögum.