Grímsey - beiðni um sparkvöll í Grímsey

Málsnúmer 2015060187

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 263. fundur - 26.06.2015

Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð 20. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 22. apríl 2015 sem bæjarráð vísaði til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar á fundi sínum þann 21. maí sl. þar sem hverfisráðið óskar eftir því að gerður verði sparkvöllur í Grímsey.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í íþróttaráði.

Íþróttaráð - 171. fundur - 19.08.2015

Á fundi sínum 26. júní 2015 vísaði stjórn Fasteigna Akureyrbæjar málinu til umfjöllunar í íþróttaráði. Erindið er frá 20. fundi hverfisráðs Grímeyjar dagsett 22. apríl 2015.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Íþróttaráð mun hafa erindið til hliðsjónar við gerð langtímaáætlunar íþróttamannvirkja.