Gleráreyrar 1 og Strandgata 12 - umsókn um hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla

Málsnúmer 2015060160

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Baldur Dýrfjörð f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um uppsetningu á hraðhleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla á lóðum nr. 1 við Gleráreyrar og nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari kynningu.

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Baldur Dýrfjörð f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um uppsetningu á hraðhleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla á lóðum nr. 1 við Gleráreyrar og nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru myndir.

Baldur Dýrfjörð mætti á fundinn og kynnti tillöguna.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd þakkar Baldri fyrir kynninguna og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við uppsetningu hraðhleðslustöðva á umræddum stöðum en bendir á að samþykki lóðarhafa þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.