Listagilið - Listasumar - takmörkun umferðar

Málsnúmer 2015060127

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Hlynur Hallsson f.h. Listasafnsins á Akureyri, Guðrún Þórsdóttir f.h. Listasumars, Þóra Karlsdóttir f.h. Gilfélagsins og Klængur Gunnarsson f.h. Myndlistarfélagsins sækja um að bílaumferð um Kaupvagnsstræti (Listagilið) verði bönnuð á fimm vikna tímabili í sumar. Til vara er sótt um að gatan verði gerð að einstefnugötu á sama tímabili.
Um þessar mundir mælist umferðar um Kaupvangsstræti 6500 - 7000 bílar á sólarhring. Með því að loka mjög mikilvægri tengingu við Brekkuna og önnur hverfi bæjarins má gera ráð fyrir að umferð færist á Oddeyrargötu og Þórunnarstræti sem ekki er ásættanleg lausn.

Skipulagsnefnd hafnar því beiðninni en bendir á að skipulagsstjóra er heimilt að takmarka eða loka umferð um Kaupvangsstræti tímabundið eða þegar stakir viðburðir eiga sér stað á svæðinu.