Tillaga til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál

Málsnúmer 2015060046

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 10.06.2015

Lagt fram erindi dagsett 3. júní 2015 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. júní 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1020.html
Atvinnumálanefnd Akureyrar telur æskilegt að skoða úrræði til að auka byggðafestu í brothættum byggðum heildstætt og efla þau úrræði sem Byggðastofnun hefur enn frekar. Atvinnumálanefnd áréttar mikla sérstöðu eyjasamfélaganna í Hrísey og Grímsey sem þrátt fyrir að vera hluti af stærra sveitarfélagi, falla undir skilgreiningu um brothættar byggðir.

Bæjarráð - 3462. fundur - 11.06.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. júní 2015 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. júní 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1020.html