Þórunnarstræti 99 - heitur pottur

Málsnúmer 2015050177

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1211. fundur - 24.06.2015

Búsetudeild óskar eftir fjárveitingu að upphæð 5 milljónir kr. til að stækka pall við húsnæði skammtíma- og skólavistunar, Þórunnarstræti 99.
Einnig er óskað eftir 1,2 milljónum kr. til að setja upp geymsluskúr fyrir starfsemina á lóðinni. Áætluð hækkun rekstrarkostnaðar á mánuði næstu 10 árin eru kr. 53 þúsund.
Velferðarráð þakkar velvilja í garð notenda í skammtíma- og skólavistuninni.
Velferðarráð getur ekki mætt kostnaðinum á þessu ári og vísar kostnaðinum til fjárhagsáætlunar 2016.
Velferðarráð felur búsetudeild að vinna málið áfram í samvinnu við Fasteignir Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Laufey Þórðardóttir staðgengill framkvæmdastjóra búsetudeildar kynnti áætlanir um uppsetningu á heitum potti við Þórunnarstræti 99.
Laufeyju Þórðardóttur er falið að afla upplýsinga um málið fyrir næsta fund.

Velferðarráð - 1236. fundur - 21.09.2016

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar kynnti áætlanir um uppsetningu á heitum potti við Þórunnarstræti 99.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu á potti fáist til þess fjárveiting og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3524. fundur - 06.10.2016

7. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar kynnti áætlanir um uppsetningu á heitum potti við Þórunnarstræti 99.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu á potti fáist til þess fjárveiting og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir uppsetningu á potti og vísar framkvæmdinni til Fasteigna Akureyrarbæjar en gert er ráð fyrir framkvæmdinni í framkvæmdaáætlun 2016.