Kotárgerði 22 - umsókn um breytta notkun vegna bílskúrs

Málsnúmer 2015050117

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 541. fundur - 22.05.2015

Erindi dagsett 15. maí 2015 þar sem Svavar Sigmundsson og Áslaug Magnúsdóttir spyrjast fyrir um hvort leyfi fengist til að gera aðra bílgeymslu í húsinu Kotárgerði 22 undir hluta 2. hæðar þar sem nú er óútgrafið rými innan sökkla. Meðfylgjandi eru frumdrög að breytingunni og samþykki nágranna.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir greinargerð frá burðarþolshönnuði vegna umbeðinna breytinga.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 552. fundur - 14.08.2015

Erindi dagsett 15. maí 2015 þar sem Svavar Sigmundsson og Áslaug Magnúsdóttir spyrjast fyrir um mögulegar breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 22 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru fumdrög eftir Svavar Sigmundsson og samþykki nágranna. Innkomin greinargerð frá burðarþolshönnuði 10. ágúst 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra tekur jákvætt í erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 683. fundur - 05.07.2018

Innkomnar teikningar 27. júní 2018 þar sem Svavar Sigmundsson og Áslaug Magnúsdóttir sækja um breytingar á húsi sínu nr. 22 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.