Kosningaréttur kvenna til Alþingis - 100 ára afmæli

Málsnúmer 2015050072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3459. fundur - 21.05.2015

Lagt til að starfsmönnum Akureyrarbæjar verði gefið frí frá kl. 12:00 föstudaginn 19. júní í tilefni að 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna til Alþingis.
Bæjarráð samþykkir að starfsmönnum Akureyrarbæjar verði veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.