Anra Productions - styrkumsókn 2015 - heimildamyndin Kviksyndi

Málsnúmer 2015040195

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 167. fundur - 29.05.2015

Umsókn dagsett 22. apríl 2015 frá Helgu Margréti Clarke f.h. Anra Productions um styrk að upphæð kr. 1.000.000 til framleiðslu á heimildamynd.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 150.000 með fyrirvara um að áætlanir um fjármögnun myndarinnar gangi eftir og heimild til nýtingar myndarinnar í fræðsluskyni.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Á árinu 2015 veitti þáverandi samfélags- og mannréttindaráð styrk að upphæð kr. 150.000 vegna gerðar heimildarmyndarinnar Kviksyndi. Styrkurinn var veittur með fyrirvara um að áætlanir um fjármögnun myndarinnar gengi eftir og heimild til nýtingar myndarinnar í fræðsluskyni.

Nú er verkefnið loksins að fara í gang og spurt er hvort styrkveitingin standi.
Samkvæmt 11. gr. reglna Akureyrarbæjar um styrkveitingar gilda styrkveitingar að jafnaði yfir yfirstandandi fjárhagsár. Þar sem of lagt er um liðið frá því að styrkurinn var samþykktur getur frístundaráð ekki samþykkt að styrkurinn verður greiddur út núna og hvetur frístundaráð bréfritara til að sækja um að nýju á árinu 2019.