Fimleikafélag Akureyrar - styrkumsókn 2015 - börn með sérþarfir

Málsnúmer 2015040191

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 167. fundur - 29.05.2015

Umsókn um styrk dagsett 21. apríl 2015 frá Fimleikafélagi Akureyrar. Sótt er um 336.000 kr. vegna tilraunaverkefnis til að bjóða upp á betri þjónustu fyrir börn með sérþarfir.
Ráðið vísar erindinu til umfjöllunar í íþróttaráði.

Íþróttaráð - 169. fundur - 04.06.2015

Á fundi sínum 29. maí 2015 vísaði samfélags- og mannréttindaráð erindi dagsettu 21. apríl 2015 frá Fimleikafélagi Akureyrar til íþróttaráðs. Erindið er umsókn um styrk þar sem sótt er um kr. 336.000 vegna tilraunaverkefnis til að bjóða upp á betri þjónustu fyrir börn með sérþarfir.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Íþróttaráð hvetur til umræðu um málefni barna með sérþarfir í íþrótta- og tómstundastarfi innan kerfis Akureyrarbæjar og íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.