Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2015

Málsnúmer 2015040165

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3457. fundur - 30.04.2015

Erindi dagsett 9. apríl 2015 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 15:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.
Bæjarráð felur Ingunni Helgu Bjarnadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð tilnefnir þau Ingunni Helgu Bjarnadóttur og Hlyn Má Erlingsson í stjórn SÍMEY.