Lögmannshlíð - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2015040106

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Erindi dagsett 16. apríl 2015 þar sem Gunnar Sturla Gíslason f.h. Lögmannshlíðarsóknar, kt. 450269-2479, og Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrarbæjar, kt. 690169-0619, sækja um að gert verði deiliskipulag fyrir Lögmannshlíðarkirkju landnr. 146953 og Lögmannshlíðarkirkjugarð.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna deiliskipulag af svæðinu eins og það er afmarkað í aðalskipulagi.

Tillagan verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu "Lögmannshlíð - kirkjugarður".

Lýsingin dagsett 24. júní 2015 er unnin af Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi hjá Landslagi ehf., sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.

Í bókun skipulagsnefndar 29. apríl 2015 var veitt heimild til að gera deiliskipulag af svæðinu eins og það er skilgreint í aðalskipulagi.

Í samræmi við bókun nefndarinnar frá 10. júní var gerð breyting á aðalskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. júní 2015.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu 'Lögmannshlíð - kirkjugarður'.
Lýsingin dagsett 24. júní 2015 er unnin af Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi hjá Landslagi ehf., sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Í bókun skipulagsnefndar 29. apríl 2015 var veitt heimild til að gera deiliskipulag af svæðinu eins og það er skilgreint í aðalskipulagi.
Í samræmi við bókun nefndarinnar frá 10. júní var gerð breyting á aðalskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. júní 2015.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.
6 umsagnir bárust:
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð en bent er á að mæla þarf upp fornleifar og gera húsakönnun eins og kemur fram í lýsingunni.
2) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 26. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð, en athygli er vakin á að við gerð deiliskipulagsins verði getið um þau sameiginlegu verkefni sem þeir óskyldu aðilar sem lóðina nýta þurfa að leysa í sameiningu.
3) Kirkjugarðaráð, dagsett 17. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð en bent er á að samráð skal haft við viðkomandi sóknarnefnd og kirkjugarðsstjórn. Bent er á lög nr. 36 frá 1993.
4) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.
Engin athugasemd er gerð.
5) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.
Bent er á lagnir Norðurorku, sjá kort.
6) Sóknarnefnd Lögmannshlíðar, dagsett 11. ágúst 2015.
Engin athugasemd er gerð.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og vísar innkomnum athugasemdum til vinnslu deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 'Lögmannshlíð - kirkjugarður' í samræmi við bókun nefndarinnar frá 29. apríl síðastliðnum. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, dagsett 9. desember 2015. Fornleifaskráning var unnin af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3384. fundur - 14.12.2015

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. desember 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 'Lögmannshlíð - kirkjugarður' í samræmi við bókun nefndarinnar frá 29. apríl síðastliðnum. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, dagsett 9. desember 2015. Fornleifaskráning var unnin af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engin athugasemd barst.

Sex umsagnir bárust:

1) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 8. janúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

3) Lögmannshlíðarsókn, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

4) Norðurorka, dagsett 4. febrúar 2016.

Norðurorka telur sig hafa komið fram með þær athugasemdir sem þörf er á.

5) Kirkjugarðaráð, dagsett 1. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð. Bent er á að ef skipulag hefur í för með sér breytingar á umhverfi og/eða aðkomu að kirkju og kirkjugarði, er nauðsynlegt að samráð sé haft við viðkomandi sóknarnefnd/kirkjugarðsstjórn.

6) Minjastofnun Íslands, dagsett 3. febrúar 2016.

Bæjarstæði Lögmannshlíðar lendir innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nákvæm staðsetning og útmörk bæjarstæðisins eru óljós. Rannsókna er þörf áður en til framkvæmda kemur. Þar sem langur tími gæti liðið þar til framkvæmdir á umræddu svæði hefjast getur Minjastofnun fallist á að afmarkað verði "hættusvæði" á skipulagsuppdrátt sem tryggi það að framkvæmdir eða gróðursetning trjáa fari ekki fram á umræddu svæði án nauðsynlegra rannsókna og samráðs við þjóðminjavörsluna. Með þessu væri verið að fresta rannsóknum þar til síðar og niðurstaða þeirra gæti kallað á breytingar á skipulaginu.
Að teknu tilliti til athugasemda Minjastofnunar leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3387. fundur - 16.02.2016

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engin athugasemd barst.

Sex umsagnir bárust:

1) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 8. janúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

3) Lögmannshlíðarsókn, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

4) Norðurorka, dagsett 4. febrúar 2016.

Norðurorka telur sig hafa komið fram með þær athugasemdir sem þörf er á.

5) Kirkjugarðaráð, dagsett 1. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð. Bent er á að ef skipulag hefur í för með sér breytingar á umhverfi og/eða aðkomu að kirkju og kirkjugarði, er nauðsynlegt að samráð sé haft við viðkomandi sóknarnefnd/kirkjugarðsstjórn.

6) Minjastofnun Íslands, dagsett 3. febrúar 2016.

Bæjarstæði Lögmannshlíðar lendir innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nákvæm staðsetning og útmörk bæjarstæðisins eru óljós. Rannsókna er þörf áður en til framkvæmda kemur. Þar sem langur tími gæti liðið þar til framkvæmdir á umræddu svæði hefjast getur Minjastofnun fallist á að afmarkað verði 'hættusvæði' á skipulagsuppdrátt sem tryggi það að framkvæmdir eða gróðursetning trjáa fari ekki fram á umræddu svæði án nauðsynlegra rannsókna og samráðs við þjóðminjavörsluna. Með þessu væri verið að fresta rannsóknum þar til síðar og niðurstaða þeirra gæti kallað á breytingar á skipulaginu.

Að teknu tilliti til athugasemda Minjastofnunar leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.