Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2015040083

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á deiliskipulaginu Naustahverfi 1. áfangi vegna Hólmatúns 2. Meðfylgjandi eru uppdrættir.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 213. fundur - 30.09.2015

Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga vegna Hólmatúns 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Breytingartillagan er dagsett 15. ágúst og unnin af Sigurði Björgúlfssyni hjá VA Arkitektum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3379. fundur - 06.10.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:
Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga vegna Hólmatúns 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Breytingartillagan er dagsett 15. ágúst og unnin af Sigurði Björgúlfssyni hjá VA Arkitektum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 14. október með athugasemdarfresti til 25. nóvember 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Engin athugasemd barst.
Ein umsögn barst frá Norðurorku, dagsett 20. október 2015. Engin athugasemd er gerð.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.