Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, umsókn um breytingu á landnotkun við Byggðaveg 114A

Málsnúmer 2015040038

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Erindi dagsett 7. apríl 2015 þar sem Arnhildur Pálmadóttir arkitekt sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar f.h. eigenda Byggðavegar 114A. Óskað er eftir að lóðin verði skilgreind fyrir verslun og þjónustu eins og hún var í eldra aðalskipulagi frá 1998.
Lóðin var skilgreind innan útivistarsvæðis í ASAK-72, innan óbyggðs svæðis/útivistarsvæðis í ASAK-90 og einnig í ASAK-98. Þessari stefnu er haldið í ASAK-05 þegar Hamarskotstúnið ásamt hornlóðinni er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota (skrúðgarður).

Stefna bæjaryfirvalda hefur því verið frá fyrstu gerð aðalskipulags, sem nær yfir Brekkuna, að svæðið allt verði skilgreint sem útivistarsvæði. Lóðin og húsnæðið hafa samt sína réttarstöðu sem verslun/söluskáli eins og staðan er nú.

Beiðninni er því hafnað.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Erindi dagsett 24. apríl 2015 þar sem Arnhildur Pálmadóttir arkitekt óskar eftir rökstuðningi á ákvörðun nefndarinnar að hafna umsókn um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar f.h. eigenda Byggðavegar 114A. Óskað var eftir að lóðin yrði skilgreind fyrir verslun og þjónustu eins og hún var í eldra aðalskipulagi frá 1998.
Skipulagsstjóra og formanni er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.