Vorkoma Akureyrarstofu 2015

Málsnúmer 2015040015

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 01.04.2015

Tekinn var fyrir tölvupóstur dagsettur 31. mars 2015 frá Skúla Gautasyni, framkvæmdastjóra Akureyrarstofu varðandi aðkomu atvinnumálanefndar að Vorkomunni 2015. Á vorkomuninni hafa verið veittar ýmsar viðurkenningar, þar á meðal fyrir vel unnin störf í atvinnulífinu.
Atvinnumálanefnd samþykkir að taka þátt í Vorkomunni 2015. Áfram verður unnið í málinu á næsta fundi nefndarinnar, auk þess sem starfsmanni er falið að ræða við Akureyrarstofu um skiptingu kostnaðar.

Atvinnumálanefnd - 3. fundur - 10.04.2015

Rætt um aðkomu atvinnumálanefndar að Vorkomu Akureyrarstofu 2015 sem haldin verður á sumardaginn fyrsta.
Tekin var ákvörðun um veitingu verðlauna sem tilkynnt verður um á Vorkomu Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 185. fundur - 16.04.2015

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála greindi frá undirbúningi fyrir Vorkomu Akureyrarstofu, sem haldin verður á sumardaginn fyrsta 2015.
Hulda Sif vék af fundi eftir eftir að umræður höfðu farið fram.
Stjórn Akureyrarstofa þakkar Huldu Sif fyrir komuna.