Óskað tilnefninga í samvinnuhóp um sérstaka öryggisvistun fyrir tilgreinda hópa

Málsnúmer 2015030035

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1205. fundur - 04.03.2015

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa samvinnuhóp vegna þeirra sem þurfa sérstaka öryggisvistun á Íslandi. Óskað var eftir að Akureyrarbær tilnefndi fulltrúa í hópinn.
Velferðarráð samþykkir að skipa Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar í starfshópinn. Ástæða þess að eingöngu er tilnefnd kona er að viðkomandi hefur mestu þekkingu á sviðinu hjá bæjarfélaginu.

Velferðarráð lýsir ánægju sinni með stofnun samvinnuhópsins. Á Akureyri er löng reynsla af því að veita sérstaka öryggisvistun fyrir tilgreinda hópa og er bæjarfélagið tilbúið til að miðla þeirri reynslu og taka þátt í frekari uppbyggingu á sviðinu.

Velferðarráð - 1232. fundur - 01.06.2016

Soffía Lárusdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fyrir hönd Akureyrarbæjar í vinnuhóp um sérstaka öryggisvistun fyrir tilgreinda hópa. Þar sem hún er að láta af störfum þarf að skipa annan aðila í vinnuhópinn.
Velferðarráð skipar Laufeyju Þórðardóttur verkefnisstjóra í vinnuhópinn.