Öldrunarheimili Akureyrar - vaktir styttar 2008

Málsnúmer 2014110195

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1200. fundur - 07.01.2015

Lagt var fram bréf dagsett 11. nóvember 2014 frá starfsmönnum Öldrunarheimila Akureyrar vegna styttingar á vöktum á Hlíð árið 2008, sem hafa ekki verið lengdar aftur.
Félagsmálaráð óskar eftir frekari gögnum og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 1201. fundur - 21.01.2015

Lagt fram bréf dagsett 11. nóvember 2014 frá starfsmönnum Öldrunarheimila Akureyrar, vegna styttingar á vöktum á Hlíð árið 2008.
Málið var áður á dagskrá 7. janúar 2015.
Lagt var fyrir svarbréf Britar J. Bieltvedt fyrrverandi framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar til Landlæknis dagsett 16. mars 2010, fundargerð starfsmannafundar dagsett 9. desember 2008 og bréf til starfsmanna dagsett 22. desember 2009.
Félagsmálaráð felur Sigríði Huld Jónsdóttur formanni félagsmálaráðs og Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra að svara bréfritara.