Jafnréttisstofa - jafnréttismál

Málsnúmer 2014110102

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 158. fundur - 18.12.2014

Samfélags- og mannréttindaráð fór í heimsókn á Jafnréttisstofu. Þar var starfsemin, löggjöf á sviði jafnréttismála og gerð jafnréttisáætlana kynnt. Einnig var fjallað um sameiginleg verkefni á sviði jafnréttismála, m.a. jafnrétti í skólastarfi og aðgerðir til að draga úr kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Rætt var sérstaklega um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á árinu 2015.
Fundinn sátu undir þessum lið Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Ingibjörg Elíasdóttur lögfræðingur og sérfræðingarnir Arnfríður Aðalsteinsdóttir, Bergljót Þrastardóttir og Bryndís Valdemarsdóttir.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fyrir frábæra kynningu.
Varðandi 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna, hvetur ráðið bæjarstjórn, nefndir, félög og fyrirtæki til að minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti.