Hlíðarfjall - uppbygging og rekstur allt árið

Málsnúmer 2014110046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 11:55.
Erindi dagsett 6. nóvember 2014 frá Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra AFE þar sem fram kemur að á stjórnarfundi AFE þann 4. nóvember sl. hafi verið bókað að fela framkvæmdastjóra félagsins að kanna hug Akureyrarbæjar til hugmynda AFE um uppbyggingu og útvistun á hluta skíðasvæðis bæjarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni íþróttaráðs að ræða við bréfritara.

Bæjarstjórn - 3366. fundur - 20.01.2015

Umræður um stöðu og framtíð rekstrar í Hlíðarfjalli.

Bæjarráð - 3471. fundur - 11.09.2015

Lagt fram erindi dagsett 8. september 2015 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi athugun AFE á breyttu rekstrarfyrirkomulagi í Hlíðarfjalli.
Bæjarráð heimilar Atvinnuþróunarfélaginu að kanna möguleika á breyttu rekstrarfyrirkomulagi í Hlíðarfjalli.