Tónlistarskólakennarar - verkfall og kjaramál

Málsnúmer 2014100180

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3363. fundur - 18.11.2014

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum af því hversu langan tíma hefur tekið að koma á nýjum kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags tónlistarskólakennara.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur það lögbundna hlutverk að gera kjarasamning við Félag tónlistarskólakennara en samningaviðræður eru nú í höndum Ríkissáttasemjara. Það er einlæg von bæjarstjórnar að samningar á milli samningsaðila náist sem allra fyrst.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.