Mótorhjólasafn Íslands - styrkbeiðni vegna frágangs lóðar

Málsnúmer 2014090306

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 294. fundur - 31.10.2014

Lagt fram erindi frá Haraldi Vilhjálmssyni f.h. Mótorhjólasafns Íslands, dagsett 28. september sl. þar sem óskað er eftir styrk til frágangs lóðar.

Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 31. október 2014:
Lagt fram erindi frá Haraldi Vilhjálmssyni f.h. Mótorhjólasafns Íslands, dagsett 28. september sl. þar sem óskað er eftir styrk til frágangs lóðar. Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Sótt er um styrk í formi malbikunar á bílastæði við safnið sem er u.þ.b. 1.200m². Planið er tilbúið til malbikunar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.