Strandgata 27 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090094

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 509. fundur - 18.09.2014

Erindi dagsett 15. september 2014 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir breytingum við hús nr. 27 við Strandgötu. Breytingarnar felast í að klæða húsið með timburklæðningu og breyta gluggum í upprunalegt horf. Meðfylgjandi eru teikningar og samþykki Minjastofnunar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Jafnframt er óskað eftir að gerðir verði aðaluppdrættir af húsinu í framhaldi af öðrum breytingum sem fyrirhugaðar eru m.a. á innra skipulagi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 543. fundur - 04.06.2015

Erindi dagsett 26. maí 2015 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir sækir um breytingar á gluggum í Strandgötu 27. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Sverrisson. Innkomin 27. maí 2015 jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og vísar í bókun frá 18. september 2014, þar sem farið var fram á að gerðir yrðu aðaluppdrættir af húsinu í framhaldi af öðrum breytingum sem fyrirhugaðar væru.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 563. fundur - 12.11.2015

Erindi dagsett 26. maí 2015 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir sækja um breytingar á gluggum í Strandgötu 27. Innkomin 27. maí 2015 jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands. Innkomnar teikningar 10. nóvember 2015 eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.