Menningarfélag Akureyrar

Málsnúmer 2014090088

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 171. fundur - 11.09.2014

Lögð fram til upplýsingar stöðuskýrsla formanns Menningarfélags Akureyrar um sameiningu Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs.

Stjórn Akureyrarstofu - 193. fundur - 27.08.2015

Gunnar Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar kom á fundinn og kynnti sex mánaða uppgjör félagsins og það sem efst er á baugi í starfseminni.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Gunnari fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar um stöðu mála. Jafnframt óskar stjórnin Menningarfélaginu og samstarfsfélögum þess, LH, MH og SN til hamingju með glæsilega vetrardagskrá.

Stjórn Akureyrarstofu - 201. fundur - 07.01.2016

Lagt fram erindi dagsett 9. desember 2015 frá stjórn Menningarfélagsins, þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á myndvarpa fyrir Hamraborg, stærri sal Hofs. Myndvarpinn sem fyrir er fylgdi húsinu við opnun en er nú úr sér genginn.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í kaup á myndvarpanum á þeim forsendum sem kynntar eru í erindinu. Jafnframt að kostnaður vegna þeirra bætist við lausafjárleigu Hofs.

Stjórn Akureyrarstofu - 204. fundur - 24.02.2016

Sigurður Kristinsson formaður stjórnar MAK mætti á fundinn til samráðs og upplýsingagjafar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Stjórn Akureyrarstofu - 209. fundur - 10.05.2016

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Sigurður Kristinsson formaður stjórnar félagsins komu á fundinn til að fara yfir rekstar- og verkefnastöðu félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Þuríði og Sigurði fyrir komuna og greinargóða upplýsingagjöf.

Stjórn Akureyrarstofu - 213. fundur - 18.08.2016

Þuríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri félagsins og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands mættu á fundinn og fóru yfir stöðu ACO (Arctic Cinematic Orchestra) sem er upptökuhljómsveit SN.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði og Þorvaldi fyrir komuna og greinargóða kynningu og umræður.