Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri

Málsnúmer 2014080066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3424. fundur - 21.08.2014

Erindi ódagsett frá Guðrúnu Ingimundardóttur framkvæmdastjóra verkefnis um Norræna þjóðlistahátíð á Akureyri dagana 20.- 23. ágúst nk. Í erindinu er meðal annars óskað eftir að Akureyrarbær leggi hátíðinni lið með beinum fjárstuðningi og annarri fyrirgreiðslu s.s. útvegun fánaborga og flagga Norrænum fánum þar sem því verður við komið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000 sem tekið verður af styrkveitingum bæjarráðs og leggja hátíðinni lið með útvegun fánaborga.

Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vilja og áhuga á að vinna með framkvæmdaaðilum að áframhaldandi uppbyggingu hátíðarinnar og þjóðlistamiðstöðvar á Akureyri.