Fjárhagsáætlun 2015 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2014080057

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1189. fundur - 20.08.2014

Lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli vegna áætlunar 2015.

Félagsmálaráð - 1190. fundur - 03.09.2014

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar gerðu grein fyrir vinnuferlinu við gerð fjárhagsáætlunar 2015 hjá þeim deildum/stofnunum sem undir félagsmálaráð heyra, svo og yfirlit yfir gjaldskrár 2015. Jafnframt voru lögð fram til kynningar sýnishorn af eyðublaði vegna starfsáætlunar 2015.

Framkvæmdastjórum þökkuð kynningin.

Félagsmálaráð - 1192. fundur - 24.09.2014

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Alfreðsdóttir skrifstofustjóri búsetudeildar, Heiðrún Björgvinsdóttir skrifstofustjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram drög að fjárhagsáætlun 2015 fyrir sínar deildir.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna, lokaafgreiðsla verður á næsta fundi ráðsins þann 1. október 2014.

Oktavía Jóhannesdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:55.

Félagsmálaráð - 1194. fundur - 01.10.2014

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Alfreðsdóttir skrifstofustjóri búsetudeildar, Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Heiðrún Björgvinsdóttir skrifstofustjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram fjárhagsáætlun 2015 fyrir sínar deildir.
Félagsmálaráð samþykkir framlagðar áætlanir og vísar þeim til bæjarráðs.

Félagsmálaráð - 1197. fundur - 26.11.2014

Skv. ákvörðun bæjarráðs þarf að breyta fjárhagsáætlun félagsmálaráðs fyrir árið 2015 um 80 milljónir króna. Bæjarráð leggur áherslu á að draga úr nýrri þjónustu á árinu 2015 upp á 30 - 40 milljónir og auka tekjur frá ríkinu upp á 40 - 50 milljónir.

Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÖA fóru yfir nýja þjónustu í fjárhagsáætlun sinna deilda. Halldór lagði fram uppreiknaðan launalið fjárhagsáætlunar öldrunarheimilanna þar sem búið er að taka tillit til launahækkana vegna kjarasamninga. Hækkunin er 57 milljónir. Búsetudeild lagði fram samantekt með nýrri þjónustu og gerði tillögu um lækkun að upphæð rúmlega 40 milljónir sem skiptist þannig að almenn félagsleg þjónusta lækki um kr. 5.740 þúsund og sértæk félagsleg þjónusta sem unnin var í samvinnu við fjölskyldudeild lækki um kr. 34.750 þúsund. Auknar tekjur eru áætlaðar um 40 milljónir.